Kristján Baldursson hdl.

löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali, löggiltur leigumiðlari
Vegmúla 4, 108 Reykjavík 546-5050
Suðurgata 15, 101 Reykjavík (Miðbær)
49.400.000 Kr.
Fjölbýli / Fjölbýlishús með sameigninlegum inngangi
4 herb.
94 m2
49.400.000
Stofur
2
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1937
Brunabótamat
27.050.000
Fasteignamat
51.100.000

Trausti fasteignasala kynnir mikið endurnýjaða fallega og bjarta 4ra herb. 94,1 fm. íbúð á fyrstu hæð með svölum til suðaustur. Frábær staðsetning, þar sem stutt er í skóla, verslanir og þjónustu.

Nánari lýsing:
Hol: Komið er inn í hol, parket á gólfi.
Tvær stofur: Samliggjandi með opið á milli þannig að auðvelt er að loka á milli til að búa til herbergi, parket á gólfum.
Eldhús: Innrétting með innbyggðri uppþvottavél og ísskáp sem fylgja, dúkur á gólfi, útgengt út á suðaustursvalir.
Baðherbergi: Snyrtileg innrétting og sturta, flísar á gólfi.
Geymsla: Innan íbúðar.
Tvö svefnbergi: Bæði með parket á gólfi, fataskápur í öðru.
Þvottahús: Sameiginlegt í kjallara.

Nýlegar framkvæmdir að sögn seljenda:
Nýtt parket í íbúðinni.
Ný eldhúsinnrétting.
Nýbúið að yfirfara rafmagn og skipta um tengla í íbúðinni.
Ný svalahurð.
Nýlega skipt um glugga og gler í íbúðinni.

Allar nánari upplýsingar veitir Einar Örn Guðmundsson aðstoðarmaður fasteignasala í síma 823-4969 eða á netfanginu [email protected], og Kristján Baldursson löggiltur fasteignasali í síma 867-3040 eða á netfanginu [email protected]


Skoðunarskylda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.