EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARI UM FJÁRMÖGNUNRúmgóð og björt 4ra herbergja endaíbúð á 3.hæð (efstu hæð) í snyrtilegu fjölbýlishúsi og sérmerkt bílastæði á bílaplani við Flétturima í Reykjavík. Rúmgott þvottahús er innan íbúðar. Snyrtileg sameign. Húsið að utan var viðgert og málað árið 2016.Eignin er skráð skv. Þjóðskrá Íslands alls 86,1 fm. og er geymsla íbúðar ekki inn í fermetratölu eignarinnar.
Nánar um eignina:Anddyri/hol með flísum á gólfi.
Eldhús með góðri innréttingu, tengi fyrir uppþvottavél, granít borðplata, innfelldur vaskur og parket á gólfi. Eldhús er opið við stofuna.
Stofa rúmgóð og björt með fallegu útsýni til sjávar, parket á gólfi. Útgengt er út á rúmgóðar svalir úr stofunni.
Hjónaherbergi með góðu skápaplássi og parket á gólfi.
Svefnherbergi II með skáp og parket á gólfi.
Svefnherbergi III með parketi á gólfi.
Baðherbergi með baðkari með sturtuaðstöðu, innrétting, gluggi og flísalagt í hólf og gólf.
Þvottahús er rúmgott innan íbúðar með innréttingu fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð, vask og gott geymslurými. Dúkur á gólfi.
Geymsla íbúðar er í kjallara hússins og er ekki inn í fermetratölu eignarinnar.
Í sameign hússins er hjóla- og vagnageymsla.
Á bílaplani er sérmerkt bílastæði fyrir íbúðina.
Allar nánari upplýsingar veitir Guðbjörg G. Sveinbjörnsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 8995949 eða á netfanginu [email protected] Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.