Kristján Baldursson hdl.

löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali, löggiltur leigumiðlari
Vegmúla 4, 108 Reykjavík 546-5050
Bitra land , 803 Selfoss
Tilboð
Lóð / Jörð
0 herb.
65535 m2
Tilboð
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
1982
Brunabótamat
0
Fasteignamat
7.330.000

Stórt og gróðursælt 835000 fm eða 8,35 hektara eignarland til sölu í Flóahreppi á suðurlandi. Landið hefur verið notað sem beitiland fyrir hesta og er þar af leiðandi girt ásamt því að það er hestagerði með aðgengi að vatni, frábært útsýni.
Möguleiki væri líka að sækja um leifi og byggja fleiri eignir á landinu.

Á landinu er líka 77,9 fm sumarbústaður. Bústaðurinn skiptist í tvö svefnherbergi, stórt svefnloft, tvær stofur, eldhús, baðherbergi og forstofu. Stór og falleg timburverönd umlykur suðaustur og suðvestur hlið bústaðsins. Eignin getur verið laus fljótlega.
Útigeymsla/hitakompa er samtengd húsinu, hliðiná forstofu.

Búið er að leggja heitt vatn að lóðamörkum, en á eftir að leggja inní bústað. Bústaðurinn er staðsettur c.a. 14 km austan við Selfoss.

Endurbætur á bústaðnum:
Frárennslislagnir myndaðar síðasta haust, sagðar í lagi
Kringum árið 2001 var stofan stækkuð og bætt við tveimur svefnherbergjum og sjónvarpsholi,
Kringum árið 2012 var forstofa stækkuð og bætt við baðherbergi og einangraðri úti geymslu. 

Elsti hluti hússins var einangraður og klæddur að utan fyrir um þremur árum síðan. Þá var einnig skipt um gler og opnanleg fög að hluta. Loftin eru upptekinn, og húsið klætt að innan með panil. 

Að utan er húsið klætt með standandi timburklæðningu og er bárujárn á þaki, nýlegar vindskeiðar. bústaðurinn er hitaður upp með rafmagnsofnum. rafmagns hitakútur er fyrir neysluvatn.

Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Einar Örn Guðmundsson löggiltur fasteignasali í síma 823-4969.

Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 

Skoðunarskylda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.