Trausti fasteignasala og Viktoría Larsen löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu glæsilega 4ja herbergja íbúð á 2. hæð í góðu steinsteyptu fjölbýlishúsi við Álfheima 52, 104 Reykjavík. Eignin skiptist í forstofu, þrjú svefnhverbergi, baðherbegi, eldhús og stofu ásamt svölum og geymslu í kjallara eignar. Sameiginlegur garður með leiktækjum.Eignin er skráð samkvæmt Þjóðskrá Íslands alls 109,8 fm þar af er íbúðin 96,8 fm og geymsla 13 fm.Nánar um eignina:Miklar endurbætur hafa verið á undanförnum árum á húsinu að utan en til að mynda hefur það verið múrviðgert og málað, skipt um alla glugga og farið var í þakið. Hiti er í göngustíg og hefur sameignin verið máluð og teppalögð. Nýtt rafmagn var þrætt í íbúðina ásamt nýrri töflu árið 2012 og var baðherbergið einnig endurbætt það ár.
Nánari lýsing á eign:Forstofa: Gengið er inn í rúmgóða forstofu með skáp/fatahengi. Parket á gólfi.
Eldhús: Er gert upp að hluta á skemmtilegan hátt þar sem haldið var í gömlu góðu innréttinguna og fallegum hillum bætt við, gott skápapláss, eldavél ásamt tengi fyrir uppþvottavél. Góður borðkrókur. Parket á gólfi.
Stofa: Björt og rúmgóð stofa sem er samliggjandi með eldhúsi, þaðan er gengið út á skjólgóðar svalir. Parket á gólfi.
Baðherbergi: er virkilega snyrtilega innréttað með góðri innréttingu, baðkari, upphengdu salerni og tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Flísalagt að hluta.
Svefnherbergi: eru þrjú talsins og eru skápar í þeim öllum. Parket á gólfi.
Geymsla: Virkilega rúmgóð geymsla íbúðarinnar fylgir eigninni.
Sameign: þvottahús, vagn- og hjólageymsla er staðsett í kjallara eignar.
Um er að ræða frábæra eign með góðu skipulagi á einum af vinsælustu stöðum í Reykjavík þar sem stutt er í alla almenna þjónustu, skóla, leikskóla og leiksvæði. Eignin er steinsnar frá Laugardalnum sem hefur margt uppá að bjóða. Eign sem vert er að skoða.
Allar nánari upplýsingar um eignina veita:
Viktoría R. Larsen, Löggiltur fasteignasali í síma 6185741 eða á netfanginu [email protected] Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.