Fallegt og mjög vel staðsett einbýlishús á einni hæð ásamt innbyggðum bílskúr innst í götu með einstaklega fallegu útsýni yfir Tálknafjörð. Húsið var endurnýjað að innan árið 2003. Í húsinu eru nú fimm svefnherbergi en mögulegt er að bæta við herbergi ef þörf er á. Húsið skiptist í forstofu, gestasalerni, fimm svefnherbergi, baðherbergi, eldhús, sjónvarpsstofa, borðstofa, setustofa/sólstofa, þvottahús, geymsla og bílskúr.
Eignin er skráð skv. Þjóðskrá Íslands alls 228,6fm. og þar af er innangengur bílskúr 56,4fm.
Nánari lýsing:Forstofa með mjög góðu skápaplássi og flísar á gólfi. Útgengt er úr forstofu út í bakgarð, þar sem lítill sólpallur þar sem hægt er að njóta morgunsólar.
Gestasnyrting er inn af forstofu með glugga og flísalagt í hólf og gólf.
Eldhús mjög rúmgott með sérsmíðaðri innréttingu með góðu skápaplássi, innbyggð Miele uppþvottavél, Miele gashelluborð, Miele bakaraofn, Miele combiofn og flísar á gólfi. Útgengt er úr borðstofurými út í garð.
Sjónvarpsstofa með parketi á gólfi. Rýmið býður upp á að hægt sé að útbúa auka herbergi.
Stofa og borðstofa með parketi á gólfi, fallegt útsýni. Af stofupalli er gengið niður í sólstofu.
Sólstofa með fallegu útsýni yfir Fjörðinn, kamína og flísar á gólfi. Útgengt er út í garð úr sólskálanum.
Svefnherbergisgangur er flísalagður og hægt er að loka hann af.
Hjónaherbergi með góðu skápaplássi og parket á gólfi.
Svefnherbergi II með skáp og parket á gólfi.
Svefnherbergi III með skáp og parket á gólfi.
Svefnherbergi IV með skáp og parketi á gólfi.
Svefnherbergi V með parketi á gólfi
Baðherbergi með innangengri sturtu, sérsmíðuð innrétting, upphengt salerni, gluggi og flísalagt í hólf og gólf.
Þvottahús er mjög rúmgott með góðri innréttingu, gott vinnurými, vaskur, tveim gluggum og flísum á gólfi og á gluggavegg.
Geymsla og sauna inn af þvottahúsi, geymsla með sérsmíðuðum skápum og flísar á gólfi.
Bílskúr rúmgóður með bílskúrshurðaopnara, heitt og kalt vatn og flísar á gólfi. Rúmgott stimpilsteypt bílaplan er fyrir faman húsið með hitalögn.
Þakið var endurnýjað árið 2008 og klætt með álbáru. Húsið var klætt að hluta að utan með álbáru árið 2020. Garður í kringum húsið er í góðri rækt.
Allar nánari uppslýsingar um eignina veitir Guðbjörg G. Sveinbjörnsdóttir lgfs. í síma 899-5949 eða á netfanginu [email protected]Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.