Glæsilegt og rúmgott einbýlishús á einni hæð með auka íbúð í bílskúr á einstaklega stórri lóð og á frábærum stað í Garðabænum. Lóðin í kringum húsið er alls 2.475fm. Húsið var allt endurnýjað að innan árið 2007 eftir teikningum Halldóru Vífilsdóttur arkitekt og allir gluggar endurnýjaðir. Innbyggð lýsing og gólfhiti er í húsinu. Í húsinu eru í dag tvö svefnherbergi en eru skv. teikningu þrjú. Aukaíbúð í bílskúr er 3ja herbergja. Stór sólpallur með heitum potti. Einstök eign á einstakri lóð í Garðabænum. Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Guðbjörg G. Sveinbjörnsdóttir lgfs. í síma 899 5949 eða á netfanginu [email protected]Húsið er skráð skv. Þjóðskrá Íslands alls 215 fm. og þar af er frístandandi bílskúr 64,5 fm. Húsið er stærra en skráðir fermetrar eru eða alls 227,5fm.
Nánar um eignina:Forstofa rúmgóð með góðu skápaplássi og flísum á gólfi.
Þvottahús er inn af anddyri með góðri innréttingu og flísum á gólfi. Geymsluloft með fellistiga er fyrir ofan þvottahúsið. Útgengt er út í garð úr þvottahúsinu.
Sjónvarsphol með parketi á gólfi.
Stofa mjög rúmgóð og björt með arinn og parket á gólfi. Útgengt er úr stofunni með stórri rennihurð út á stóran sólpall og út í garðinn.
Borðstofa var byggð við húsið 12,5 fermetrar og er ekki inn í skráðum fermetrum eignarinnar, parket á gólfi. Útgengt er út á pall úr borðstofunni.
Eldhús með sérsmíðaðri innréttingu, öll eldhústæki frá Miele, innbyggð kaffivél, ofn,gufuofn, innbyggð uppþvottavél, tvöfaldur ísskápur í innréttingunni, eyja með góðu borðplássi og granít borðplötur. Flísar og parket á gólfi.
Hjónaherbergi einstaklega rúmgott, gott skápapláss og parket á gólfi. Skv. teikningu voru áður tvö herbergi. Útgengt er út á sólpall úr hjónaherberginu.
Svefnherbergi með skáp og parket á gólfi.
Baðherbergi með baðkari, sturtuklefi, gluggi, upphengt salerni, góð innrétting með granít borðplötu og flísalagt í hólf og gólf.
Aukaíbúð í bílskúrsrými en var hannaður í upphafi sem íbúð og hefur alltaf verið nýttur sem íbúðarhúsnæði. Eldhús með snyrtilegri innréttingu, uppþvottavél sem fylgir eigninni og flísar á gólfi.
Stofa sem gengið er niður í og er með parket á gólfi.
Svefnhebergi I rúmgott með parketi á gólfi.
Svefnherbergi II er í dag nýtt sem geymsla með góðu skápaplássi og parketi á gólfi. Geymsluloft með fellistiga er fyrir ofan herbergið.
Baðherbergi með sturtuklefa, glugga og flísalagt í hólf og gólf.
Fyrir framan húsið er mjög stórt hellulagt bílaplan með snjóbræðslu.Húsið er einstaklega vel staðsett á einstaklega stórri og grónni lóð.
Skjól góður sólpallur með heitum potti.
Á lóðinni er laut með miklu geymslurými með steyptu þaki þar sem gámi hefur verið komið fyrir auk útirýmis og er torf ofan á og fellur því rýmið vel inn í gróðurinn.
Á lóðinni er 7 fermetra geymsluhús með rafmagni.
Á lóðinni er tréhús með rennibraut.
Á lóðinni er körfuboltavöllur.Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Guðbjörg G. Sveinbjörnsdóttir lgfs. í síma 899 5949 eða á netfanginu [email protected] Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.