Arnarheiði 7A, Hveragerði. Vel skipulagt og snyrtilegt 5. herbergja 114 fm parhús á einni hæð.
Húsið skiptist í forstofu, hol og gang, þrjú svefnherbergi, sameiginlegt baðherbergi og alrými með stofu, eldhúsi, borðstofu og sjónvarpsholi.
Útgangur frá alrými á stóra c.a. 35 fm suður timburverönd. (Enginn bílskúr. ) Nánari lýsing eignar: Komið er inn í forstofu með fataskáp. Frá forstofu er op með lúgu upp á háaloft sem er yfir öllu húsinu. Frá forstofunni er komið inn í bjartann gang og hol með parketi.
Svefnherbergin eru þrjú, ( og eru) öll með parketi og ( öll) mjög rúmgóð. Baðherbergið er stórt og flísalagt í hólf og gólf, innrétting og gott skápapláss, upphengt wc og baðkar með sturtutækjum, tengt fyrir þvottavél. Eldhúsið er með hvítri innréttingu og (með) ágætu skápa- og vinnuplássi. Frá eldhúsinu er opið yfir í parketlagða stofuna, borðstofuna og sjónvarpsholið. Segja má að stofan, borðstofan, eldhúsið og sjónvarpsholið séu bjart og samtengd rými með gluggum til suðurs og austurs. Útgengt er frá þessu rými á c.a. 35 fm timbur suður sólpall.
Lóðin er 447.2 fm og vel gróinn og með áðurnefndumc.a. 35 fm suður sólpalli og Innkeyrslan er hellulögð.
Skriðkjallari er undir öllu húsinu upp á aðgengi að lögnum og einnig er stórt háaloft yfir öllu húsinu með lúgu upp frá forstofunni.
Um er að ræða vel nýtt parhús í barnvænu og snyrtilegu hverfi.
Allar nánari upplýsingar veitir Hallgrímur Hólmsteinsson löggiltur fasteignasali í síma 896-6020 eða á netfanginu [email protected] og Inga Reynis löggiltur fasteignasali í síma 820-1903 eða á netfanginu [email protected] Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.