Trausti fasteignasala, Hallgrímur Hólmsteinsson lgfs. og Kristján Baldursson lgfs. kynna glæsilega þriggja herbergja íbúð á jarðhæð að Sóltúni 9 í vinsælu og grónu hverfi í Reykjavík, rétt ofan við Borgartún. Stór sérafnotareitur er út af stofunni. Frábær staðsetning þar sem stutt er í Borgartúnið með sínum fjölmörgu veitingastöðum og verslunum og stutt í alla þjónustu, skóla og leikskóla. Laugardalurinn er í göngufæri frá Sóltúni og miðbærinn líka. Íbúðin er 103,1 m2 samkvæmt Þjóðskra Íslands og er geymslan 5,6 fm þar af.
Nánari upplýsingar veita Hallgrímur Hólmsteinsson í síma 896-6020 eða ha[email protected] og Kristján Baldursson í [email protected]Nánari lýsing eignar:Komið er inn í íbúðina úr sameiginlegum stigagangi í flísalagt
anddyri með góðum skápum. Lokaður stigagangur er fyrir íbúðirnar fjórar á jarðhæðinni.
Eldhús, stofa og borðstofa eru í björtu og rúmgóðu alrými og er eikarparketi á gólfi stofunnar en flísar á eldhúsinu.
Eldhúsið er með fallegri innréttingu úr kirsuberjaviði og eyju sem skilur það frá borðstofunni. Efri skápar ná alla leið uppí loft og flísalagt er á milli efri og neðri skápa. Helluborð og tæki frá AEG, helluborð er bæði gas og rafmagn.
Stofan er björt og rúmgóð með eikarparketi á gólfi og þaðan er útgengt út á stóra hellulagða verönd sem snýr í suðvestur.
Hjónaherbergi er rúmgott og bjart með góðum skápum og parketi á gólfi.
Barnaherbergið er með eikarparketi á gólfi og góðum skáp.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með baðkari með sturtuaðstöðu og fallegri viðarinnréttingu úr kirsuberjaviði ásamt sérsmíðuðum skáp fyrir handklæði og annað.
Þvottahús er innan íbúðar með góðum skápum, vaski og vaskaborði, flísar á gólfi, pláss fyrir þvottavél og þurrkara.
Geymsla er innan íbúðar sem hægt er að breyta í litla skrifstofu eða tölvurými.
Veröndin er hellulögð og við tekur stór og gróinn garður.
Geymsla er í sameign í kjallara ásamt hjóla- og vagnageymslu. Geymslan er 5,6 fm samkvæmt Þjóðskrá Íslands. Í sameign er líka sameiginleg stór geymsla fyrir alla íbúa þar sem hver íbúð hefur sitt afmarkaða svæði.
Öflugt húsfélag er í húsinu og öllu vel viðhaldið. Þrif á sameign, almennt viðhald og öll lóðaumhirða er greitt úr sameiginlegum hússjóð. Húsið sjálft er klætt með viðhaldsfríu áli. Öll hönnun, bygging og hljóðvist er í hæsta gæðaflokki í húsinu.
Hér er frábær eign á ferðinni í grónu hverfi, sjón er sögu ríkari, bókið skoðun hjá Hallgrími Hólmsteinssyni lgfs. í síma 896-6020 eða [email protected] eða hjá Kristjáni Baldurssyni lgfs. á [email protected]Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.