Kristján Baldursson hdl.

löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali, löggiltur leigumiðlari
Vegmúla 4, 108 Reykjavík 546-5050
Eddufell 8, 111 Reykjavík (Efra Breiðholt)
48.500.000 Kr.
Fjölbýli / Fjölbýlishús með sameiginlegum inngangi.
2 herb.
68 m2
48.500.000
Stofur
1
Svefnherbergi
1
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1972
Brunabótamat
34.850.000
Fasteignamat
36.750.000

Björt og falleg 2ja herbergja íbúð á jarðhæð í endurbyggðu húsi við Eddufell 8 í Reykjavík. Útgengt er út í garð úr íbúðinni. Eignin er laus við kaupsamning. Stutt í alla þjónustu, skóla, leikskóla og sundlaug Breiðholts er í göngufæri.

Eigin er skráð samkvæmt Þjóðskrá Íslands 68,2 fm. og þar af er sérgeymsla 5,5 fm.
Fasteignamat eignar fyrir 2024 er 42.250.000 mkr.


Eignin skiptist í anddyri, eldhús, stofu, svefnherbergi og baðherbergi.

Nánari lýsing:
Anddyri með góðu skápaplássi með parketi á gólfi.
Eldhús er með innbyggðum ísskáp með frysti, innbyggð uppþvottavél, nýleg innrétting, gufugleypir, helluborð, ofn og parket á gólfi.
Stofa er björt með gólfsíðum gluggum, parket á gólfi.  Stofa er í opnu rými með eldhúsinu og þaðan er útgengt út í garð.
Hjónaherbergi er bjart og rúmgott með góðu skápaplássi, parket á gólfi.
Baðherbergi er rúmgott með innangengri sturtu, upphengt salerni og innréttingu fyrir þvottavél og þurrkara, flísar á gólfi.
Sérgeymsla er á jarðhæð 5,6 fm.
Í sameign er hjóla- og vagnageymsla. 
 
Endurbygging á gömlu verslunarhúsnæði í íbúðir.
Hönnun og bygging 2013-2016.
Húsið er einangrað að utan og klætt með fíber steyptum plötum í tveimur grátónum og ljóslitaðri furu.


Góð staðsetning, stutt er í leikskóla, grunnskóla, verslanir, sundlaug, bókasafn, heilsugæslu og aðra þjónustu. 

Nánari upplýsingar veita Guðbjörg Sveinbjörnsdóttir Löggiltur fasteignasali í gsm 899-5949 eða á netfanginu [email protected] eða Inga Reynis Löggiltur fasteignasali í gms 8201903 eða í netfanginu [email protected]

Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 

Skoðunarskylda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.