*** Eignin er SELD með hefðbundnum fyrirvara og ekki verður af fyrirhuguðu opnu húsi ***
Aðalsteinn Jón Bergdal lgf. og Trausti fasteignasala kynna fallega og vel skipulagða 4ra herbergja íbúð á 2. hæð í góðu nýlegu lyftuhúsi á Kársnesinu. Gott stæði í lokaðri bílageymslu fylgir eigninni. Húsið er byggt 2020 og því allt nýlegt og í mjög góðu ásigkomulagi. Shelly snjall-lýsingarkerfi. Flott hverfi í örum vexti og mun borgarlínan tengjast þar inn. Gæludýr leyfð. Sjón er sögu ríkari.
**** Fáðu frítt söluverðmat fyrir þína eign ****
Samkv. Þjóðskrá Íslands er eignin skráð 114,9 fm og þar af er geymsla skráð 16,3 fm.
Fyrirhugað fasteignamat 2024 er 81.400.000 kr.
Nánari lýsing:Forstofa er rúmgóð með góðum skáp og parket á gólfi.
Stofa, borðstofa og eldhús í góðu rúmgóðu alrými með parket á gólfi. Útgengt á stórar svalir við eldhús.
Eldhús er vel búið með innbyggðum ísskáp, tengi fyrir uppþvottavél og gufugleypi yfir keramik helluborði. Til er plata svo hægt sé að vera með innbyggða uppþvottavél.
Hjónaherbergi er mjög rúmgott með góðum skáp og parket á gólfi.
Svefnherbergi II er rúmgott með skáp og parket á gólfi.
Svefnherbergi III er rúmgott með skáp og parket á gólfi.
Baðherbergi er rúmgott með innangengri sturtu, góðri innréttingu, upphengdu klósetti, handklæðaofn, tengi fyrir bæði þvottavél og þurrkara, góða skápa og flísar á gólfi og á vegg að stærstum hluta. Hiti í gólfi.
Stórt einkastæði í bílakjallara þar sem allt er til staðar til að tengja hleðslustöð.
Við bílastæðið er sérgeymsla íbúðar sem er mjög rúmgóð.Stutt í helstu þjónustu, skóla og leikskóla. Sky Lagoon og hin vinsæli Brasserie Kársnes í göngufæri.
Mikill og góð uppbygging í hverfinu. Hafin er vinna við brú sem mun liggja yfir í Nauthólsvík svo stutt verður í miðbæinn.
Allar nánari upplýsingar veitir Aðalsteinn Jón Bergdal, löggiltur fasteignasali, í síma 767-0777 eða á netfanginu [email protected] **** Fáðu frítt söluverðmat fyrir þína eign ****Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.