Kristján Baldursson hdl.

löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali, löggiltur leigumiðlari
Vegmúla 4, 108 Reykjavík 546-5050
Kirkjubraut 21, 780 Höfn í Hornafirði
72.000.000 Kr.
Einbýli / Einbýlishús á tveimur hæðum
5 herb.
191 m2
72.000.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1997
Brunabótamat
86.500.000
Fasteignamat
62.000.000

Trausti fasteignasala kynnir tvílyft einbýlishús við Kirkjubraut, Höfn í Hornafirði.
Húsið er steinsteypt og byggt árið 1997, teiknað af Árna Kjartanssyni arkitekt hjá Gláma Kím. Malbikuð innkeyrsla og bílastæði við hús. Viðarpallur við aðalinngang. Afgirtur skjólpallur og verönd með heitum potti. Grasflöt aftan við hús og snyrtileg trjábeð og runnar í möl.

Skv. Þjóðskrá Íslands er eignin skráð 191,5 fm þar af 39,6 fm bílskúr.

**BÓKIÐ SKOÐUN**


Nánar um eignina:
Neðri hæð:

Forstofa með fjórföldum fataskáp. Rauðbrúnyrjóttar flísar á gólfi.
Gestasnyrting inn af anddyri. Salerni og handlaug. Salerni. Keramikflísar á veggjum. Rauðbrúnyrjóttar flísar á gólfi.
Stórt og gott eldhús með hvítri innréttingu og hnotuborðplötu. Gott skápa- og vinnupláss. Innbyggðir ofnar, bakara- og örbylgjuofn. Helluborð. Ljos háfur. Ljóseikarlitað vínylparket á gólfi.
Þvottahús inn af eldhúsi. Hvít innrétting með granítmynstraðri borðplötu í vinnuhæð með plássi fyrir vélar undir. Þvottasnúrur í lofti. Útgengt úr þvottahúsi út í garð. Flísar á gólfi.
Björt borðstofa í sólstofu. Ljóseikarlitað vínylparket á gólfi.
Stofa við hlið sólstofu. Útgengt úr stofu á afgirta viðarverönd með skjólgirðingu. Ljóseikarlitað vínylparket á gólfi.
Eitt svefnherbergi inn af stofu. Ljóseikarlitað vínylparket á gólfi.
Aukin lofthæð að hluta til á hæðinni.
Hvítur stálstigi með viðarþrepum liggur upp á efri hæð hússins.
Efri hæð:
Hjónaherbergi  með góðum skáp. Útgengt út á litlar svalir. Harðparket á gólfi.
Herbergi 1 með skáp. Harðparket á gólfi.
Herbergi 2 með skáp. Harðparket á gólfi.
Baðherbergi með baðkari og frístandandi sturtuklefa. Upphengt salerni. Hvít innrétting með grárri borðplötu og handlaug. Nóg skápapláss í innréttingu, efri skápar og einn hár skápur. Ljósar flísar á gólfi og til hálfs á veggjum og í kringum baðkar.
Sjónvarpshol er á efri hæð.

Bílskúr er sambyggður húsi. Þak á bílskúr hefur nýlega verið endurnýjað. Steypt málað gólf.

Um er að ræða afar skemmtilegt hús með afgirtum skjólpall og verönd með heitum potti.

Endurbætur og viðhald sem farið hefur verið í undanfarin ár:
Árið 2023 var skipt um salernisskál á aðalbaðherbergi
Árið 2020 var eldhús endurnýjað
Árið 2020 var lagt nýtt gólfefni, vínylparket á eldhús, borðstofu, stofu og herbergi inn af stofu.
Árið 2018 var þak á bílskúr endurnýjað því þar var leki. Var flatt þak en nú er komið hallandi þak.
Árið 2014 var sólpallur stækkaður
Skipt hefur verið um einhverjar spýtur í þakkanti hússins eftir þörfum.
Skipt hefur verið um neðra gler í sólstofu og stofugluggum sem snúa út að sólpalli.
Ný bílskúrshurð

Athugasemdir sem komu fram við skoðun:
Frágangur eftir þakendurbætur ókláraður, þ.e. eftir er að einangra og loka að innan. Húsið er í útleigu frá 20.maí 2023 - 19. september 2023.
Þakgluggi ónýtur í herberginu í norðvesturhorni efri hæðar. Í ákveðinni vindátt lekur inn um einn þakgluggan.
Það fer að koma tími á endurbætur á sólstofu, mögulega kominn fúi undir spýtur þar en hefur verið haldið við til að koma í veg fyrir leka.
Móða í glerjum, tveimur gluggum uppi og tveimur niðri. Kvarnast hefur upp úr spýtu í gluggaramma þakglugga yfir stiga á efri hæð.
Skil á milli parketfjala á stöku stað.
Kominn fúi í einhverjar spýtur í þakkanti sem þyrfti að fara skipta út. Skipt hefur verið um nokkrar nú þegar eftir þörfum.
Klára þarf frágang og einangrun á lofti í bílskúr.

Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Sólveig Regína Biard, löggiltur fasteignasali, í síma 869-4879 eða á netfanginu [email protected]

Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 

Skoðunarskylda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.