Björt og rúmgóð 3ja herbergja íbúð á jarðhæð í snyrtilegu fjórbýlishúsi í Reykjavík. Húsið hefur fengið gott viðhald í gegnum árin, baðherbergi hefur verið nýlega endurnýjað ásamt parketi í íbúðinni. Íbúðin er miðsvæðis í borginni í jaðri Laugardalsins. Stutt er í skóla og leikskóla, Laugardalslaugina, líkamsrækt og einnig í öflugt barna- og unglingastarf Þróttar svo eitthvað sé nefnt.
Eignin er skráð skv. Þjóðskrá Íslands alls 91,4 fm.
Nánari lýsing:Forstofa rúmgóð með fatahengi og flísum á gólfi.
Stofa björt og rúmgóð með parketi á gólfi.
Eldhús með rúmgóðum eldhúskróki, tengi fyrir uppþvottarvél, snyrtileg innrétting, flísar á vegg fyrir ofan neðri skápa, ofn í vinnuhæð og flísar í gólfi.
Gangur/hol með parketi á gólfi.
Hjónaherbergi rúmgott með parketi á gólfi.
Svefnherbergi með parketi á gólfi.
Baðherbergi með snyrtilegri innréttingu, glugga með opnanlegu fagi, handklæðaofn, baðkar með sturtuaðstöðu og flísar í hólf og gólf.
Geymsla er innan íbúðar
Þvottahús er í sameign hússins á hæð íbúðar.
Viðhald á húsinu í gegnum árin:Þak hússins var endurnýjað árið 2022.
Árið 2017 var húsið allt tekið í gegn að utan með steypuviðgerð og endursteiningu og þá var þakkantur steyptur upp á nýtt.
Stigagangur var einnig teppalagður og málaður árið 2017.
Skólp og dren var endurnýjað árið 2014 ásamt því að garðurinn var tekinn í gegn.
Vatns- og frárennslislagnir voru endurnýjaðar árið 2005 og yfirfarnar árið 2023.
Allar nánari upplýsingar veitir Kristján Baldursson hdl og lgf. í síma 867-3040 eða á netfanginu [email protected] eða Dana Gunnarsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 698-1879 eða á netfenginu [email protected].Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.